Jack Grealish, leikmaður Aston Villa, lenti í hrikalegu atviki í leik gegn Birmingham í dag.
Grealish er uppalinn hjá Villa og hefur allan sinn feril leikið með liðinu. Hann er 23 ára gamall.
Grealish byrjaði leikinn í dag gegn grönnunum í Birmingham en ráðist var á hann í fyrri hálfleik.
Stuðningsmaður heimaliðsins hljóp þá inn á völlinn og kýldi Grealish sem vissi ekki af neinu fyrr en hann lá í jörðinni.
Stuðningsmaðurinn var umsvifalaust rekinn burt og á væntanlega von á harðri refsingu líkt og félagið sem hann styður.
Nú er búið að nafngreina þennan stuðningsmann en hann heitir Paul Mitchell og er á leið í lífstíðarbann.
Mitchell vinnur á skemmtistað í Tamworth og á hann í hættu á að missa starfið eftir þessa hegðun sína í dag.
Það var Grealish sem átti síðasta orðið en hann skoraði sigurmark Villa í 1-0 sigri á útivelli.