Kolbeinn Sigþórsson hefur yfirgefið lið Nantes í Frakklandi en félagið hefur staðfest þær fregnir.
Kolbeinn hefur upplifað skelfilega tíma í Frakklandi en hann samdi við félagið árið 2015.
Meiðsli settu stórt strik í reikninginn hjá Kolbeini sem hefur ekkert spilað á þessu tímabili.
Hann hefur þó jafnað sig af meiðslunum en Nantes var ákveðið í að losa sig við framherjann.
Kolbeinn lék með AZ Alkmaar og Ajax í Hollandi áður en hann hélt til Frakklands og var duglegur að skora mörk.
Samvkæmt fréttum dagsins hefur AZ mögulega áhuga á því að fá Kolbein aftur í sínar raðir.
AZ er ekki eina liðið sem er nefnt en franski miðillinn Butfootball talar um að Union Berlin í Þýskalandi hafi áhuga. Liðið spilar í næst efstu deild.
Þá er talað um að MLS deildin í Bandaríkjunum sé möguleiki en Kolbeinn var orðaður við Vancouver Whitecaps í janúar.