Jack Grealish, leikmaður Aston Villa, lenti í hrikalegu atviki í leik gegn Birmingham í dag.
Grealish er uppalinn hjá Villa og hefur allan sinn feril leikið með liðinu. Hann er 23 ára gamall.
Grealish byrjaði leikinn í dag gegn grönnunum í Birmingham en ráðist var á hann í fyrri hálfleik.
Stuðningsmaður heimaliðsins hljóp þá inn á völlinn og kýldi Grealish sem vissi ekki af neinu fyrr en hann lá í jörðinni.
Stuðningsmaðurinn var umsvifalaust rekinn burt og á væntanlega von á harðri refsingu líkt og félagið sem hann styður.
Myndband af atvikinu má sjá hér.
A fan attack grealish #bcfc #avfc pic.twitter.com/X3RvhBtGaA
— Sufc+FPL (@fpl7777) March 10, 2019