Öryggisvörður á Englandi varð fyrir árás í gær er lið Notts County og Celtenham átust við.
Þessi lið leika í League Two deildinni á Englandi en það er fjórða besta deild Englands.
Celtenham vann sannfærandi 4-1 sigur á Notts County og voru stuðningsmenn tapliðsins reiðir í stúkunni.
Öryggisvörðurinn reyndi að koma ró á mannskapinn en þeir réðust að honum í staðinn sem endaði ansi illa.
Hann reyndi að koma í veg fyrir að stuðningsmenn kæmust að leikmönnum vallarins áður en aðrir starfsmenn komu til hjálpar.
Þónokkrir stuðningsmenn reyndu að komast að öryggisverðinum sem slapp þó við alvarleg meiðsli.
Myndir af þessu má sjá hér fyrir neðan.