Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði geggjað mark fyrir lið Ravenna í dag sem mætti Fano á Ítaliu.
Ravenna leikur í þriðju efstu deild á Ítalíu en Sveinn er þar í láni frá Spezia sem leikur í næst efstu deild.
Hann skoraði sitt fyrsta mark á Ítalíu í dag er Ravenna vann sannfærandi 3-0 sigur á Fano.
Sveinn kom inná sem varamaður og skoraði með frábærri klippu eftir hornspyrnu.
Magnað mark hjá framherjanum sem yfirgaf Breiðablik á síðasta ári og samdi við Spezia og síðar Ravenna.
Hér má sjá markið.