Jóhann Berg Guðmundsson komst á blað hjá liði Burnley í dag sem mætti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.
Jói Berg byrjaði leikinn á varamannabekknum í dag en kom inná sem varamaður undir lok leiksins.
Staðan var 3-1 fyrir Liverpool er Jói kom inná en hann lagaði stöðuna í 3-2 fyrir gestina í uppbótartíma.
Landsliðsmaðurinn fékk boltann inni í teig Liverpool og kom boltanum framhjá Alisson Becker í markinu.
Stuttu seinna skoraði Liverpool sitt fjórða mark í leiknum og vann að lokum 4-2 sigur.
Hér má sjá mark Jóa í dag.
GOAL! Burnley have one back!
Guðmundsson makes it 3-2!#LIVBUR #OptusSport #PremierLeague pic.twitter.com/5uNuv0J8HD
— Optus Sport (@OptusSport) March 10, 2019