fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
433Sport

Klopp verulega pirraður: Af hverju erum við að spila í dag?

Victor Pálsson
Sunnudaginn 10. mars 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er ekki ánægður með leikjaálagið sem hans menn þurfa að sætta sig við þessa dagana.

Liverpool vann 4-2 sigur á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag en mætir svo Bayern Munchen í Meistaradeildinni á miðvikudag.

Klopp skilur ekki af hverju leikurinn fer fram á sunnudegi frekar en á laugardegi.

,,Ég held að það sé enginn hjá úrvalsdeildinni sem hugsar um þetta. Þeir hafa ekki áhuga á þessu,“ sagði Klopp.

,,Auðvitað er munur á að spila á laugardegi og sunnudegi. Ef við hefðum þrjá frídaga þá myndum við jafna okkur á sunnudeginum.“

,,Á mánudeginum geturðu æft aðeins, á þriðjudaginn er alvöru æfing og svo er leikur á miðvikudag.“

,,Það er sunnudagur í dag svo við jöfnum okkur á mánudaginn og svo er einhver æfing á þriðjudag.“

,,Þú æfir vanalega á vellinum svo það er ekkert sem þú getur gert. Þetta er öðruvísi staða.“

,,Fólk telur að við séum að leita að afsökunum, það er ekki rétt. Við samþykkjum þetta en einhver þarf að hugsa út í þetta. Einhver sem tekur ákvarðanir.“

,,Ég veit ekki af hverju við erum að spila við Burnley í hádeginu á sunnudegi, frekar en á laugardeginum klukkan þrjú. Þið verðið að spyrja BT Sport.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ekki lengur með númer hjá félaginu

Ekki lengur með númer hjá félaginu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gyokores fær hrós úr óvæntri átt – ,,Einstakur leikmaður“

Gyokores fær hrós úr óvæntri átt – ,,Einstakur leikmaður“
433Sport
Í gær

Lætur af störfum hjá KSÍ

Lætur af störfum hjá KSÍ
433Sport
Í gær

Íslenskur stuðningsmaður laminn í andlitið fyrir að svara í símann – „Það endaði í blóðugum slag“

Íslenskur stuðningsmaður laminn í andlitið fyrir að svara í símann – „Það endaði í blóðugum slag“
433Sport
Í gær

Myndband: Danskar bullur gengu berserksgang í Reykjavík – Lúskruðu á íslenskum áhorfendum

Myndband: Danskar bullur gengu berserksgang í Reykjavík – Lúskruðu á íslenskum áhorfendum
433Sport
Í gær

Caicedo stefnir á að spila í heimalandinu

Caicedo stefnir á að spila í heimalandinu