fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
433Sport

Fyrsta tap Solskjær kom á Emirates

Victor Pálsson
Sunnudaginn 10. mars 2019 18:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal 2-0 Manchester United
1-0 Granit Xhaka(12′)
2-0 Pierre-Emerick Aubameyang(69′)

Það fór fram stórleikur í ensku úrvalsdeildinni í dag er lið Manchester United heimsótti Arsenal á Emirates í London.

United var einu stigi á undan Arsenal í töflunni fyrir leikinn en bæði lið berjast um Meistaradeildarsæti.

Fjörið byrjaði snemma leiks er Granit Xhaka kom Arsenal yfir með skoti fyrir utan teig.

Það var mikill vindur í London í dag og misreiknaði David de Gea skot Xhaka sem hafnaði í netinu.

Arsenal bætti svo við öðru marki sínu í seinni hálfleik er Jon Moss dæmdi vítaspyrnu.

Fred, miðjumaður United, var dæmdur brotlegur innan teigs er Alexandre Lacazette féll eftir þó litla snertingu.

Pierre-Emerick Aubameyang steig á punktinn og skoraði örugglega framhjá De Gea.

Fleiri mörk voru ekki skoruð og er Arsenal nú í fjórða sætinu, tveimur stigum á undan United. Þetta var fyrsta tap United í deildinni undir Ole Gunnar Solskjær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ekki lengur með númer hjá félaginu

Ekki lengur með númer hjá félaginu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gyokores fær hrós úr óvæntri átt – ,,Einstakur leikmaður“

Gyokores fær hrós úr óvæntri átt – ,,Einstakur leikmaður“
433Sport
Í gær

Lætur af störfum hjá KSÍ

Lætur af störfum hjá KSÍ
433Sport
Í gær

Íslenskur stuðningsmaður laminn í andlitið fyrir að svara í símann – „Það endaði í blóðugum slag“

Íslenskur stuðningsmaður laminn í andlitið fyrir að svara í símann – „Það endaði í blóðugum slag“
433Sport
Í gær

Myndband: Danskar bullur gengu berserksgang í Reykjavík – Lúskruðu á íslenskum áhorfendum

Myndband: Danskar bullur gengu berserksgang í Reykjavík – Lúskruðu á íslenskum áhorfendum
433Sport
Í gær

Caicedo stefnir á að spila í heimalandinu

Caicedo stefnir á að spila í heimalandinu