Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur greint frá því að hann hafi spilað tölvuleikinn Football Manager mikið á ævinni.
Football Manager er gríðarlega vinsæll leikur en þar setja spilarar sig í hlutverk knattspyrnustjóra.
Solskjær lærði mikið með því að spila leikinn og opnaði hann síðast fyrir nokkrum mánuðum.
Hann viðurkennir að hafa fengið sparkið nokkrum sinnum í leiknum en hann er ansi öruggur í starfi á Old Trafford eftir magnað gengi undanfarið.
,,Síðast þegar ég spilaði þá var ég Cardiff. Það var fyrir nokkrum mánuðum í símanum,“ sagði Solskjær.
,,Ég þjálfaði Manchester United og líka Everton. Ég hef verið rekinn nokkrum sinnum sem stjóri.“
,,Ég er alltaf á Englandi, ef ekki í úrvalsdeildinni þá byrja ég neðar og vinn mig upp, til að mynda í League 2.“
,,Mér var alveg sama um leikina þar sem þú spilaðir fótbolta sjálfur, ég var þjálfarinn.“
,,Ég var sjö eða átta ára þegar ég byrjaði að spila með frændum mínum. Við spiluðum leikinn ‘The Boss’.
,,Þegar ég spilaði fyrir United þá slakaði ég á í Football Manager. Það er frábær leikur og ég lærði mikið um fótbolta.“
,,Ég hef lært mikið um leikmenn, sérstaklega unga og efnilega. Þetta líkist raunveruleikanum, þegar það kemur að hverjir verða góðir leikmenn. Þeir hafa unnið ótrúlegt starf.“