fbpx
Miðvikudagur 03.desember 2025
433Sport

Tölvuleikurinn sem hjálpaði Solskjær mikið: ,,Ég hef verið rekinn nokkrum sinnum“

Victor Pálsson
Laugardaginn 9. mars 2019 17:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur greint frá því að hann hafi spilað tölvuleikinn Football Manager mikið á ævinni.

Football Manager er gríðarlega vinsæll leikur en þar setja spilarar sig í hlutverk knattspyrnustjóra.

Solskjær lærði mikið með því að spila leikinn og opnaði hann síðast fyrir nokkrum mánuðum.

Hann viðurkennir að hafa fengið sparkið nokkrum sinnum í leiknum en hann er ansi öruggur í starfi á Old Trafford eftir magnað gengi undanfarið.

,,Síðast þegar ég spilaði þá var ég Cardiff. Það var fyrir nokkrum mánuðum í símanum,“ sagði Solskjær.

,,Ég þjálfaði Manchester United og líka Everton. Ég hef verið rekinn nokkrum sinnum sem stjóri.“

,,Ég er alltaf á Englandi, ef ekki í úrvalsdeildinni þá byrja ég neðar og vinn mig upp, til að mynda í League 2.“

,,Mér var alveg sama um leikina þar sem þú spilaðir fótbolta sjálfur, ég var þjálfarinn.“

,,Ég var sjö eða átta ára þegar ég byrjaði að spila með frændum mínum. Við spiluðum leikinn ‘The Boss’.

,,Þegar ég spilaði fyrir United þá slakaði ég á í Football Manager. Það er frábær leikur og ég lærði mikið um fótbolta.“

,,Ég hef lært mikið um leikmenn, sérstaklega unga og efnilega. Þetta líkist raunveruleikanum, þegar það kemur að hverjir verða góðir leikmenn. Þeir hafa unnið ótrúlegt starf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Gæti Jude Bellingham endað hjá Liverpool?

Gæti Jude Bellingham endað hjá Liverpool?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Enginn lögreglumaður þarf að taka ábyrgð á því þegar 97 stuðningsmenn Liverpool létu lífið

Enginn lögreglumaður þarf að taka ábyrgð á því þegar 97 stuðningsmenn Liverpool létu lífið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ryan Reynolds og félagar fá rúma 3 milljarða af opinberu fé

Ryan Reynolds og félagar fá rúma 3 milljarða af opinberu fé
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Keyptur til City fyrir nokkrum mánuðum en vill burt – Telur loforð hafa verið svikin

Keyptur til City fyrir nokkrum mánuðum en vill burt – Telur loforð hafa verið svikin
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Slot tjáir sig um Salah og segir hann eðlilega ekki hafa verið ánægðan

Slot tjáir sig um Salah og segir hann eðlilega ekki hafa verið ánægðan
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fleiri stig tekin af Sheffield og fallið úr deildinni er öruggt

Fleiri stig tekin af Sheffield og fallið úr deildinni er öruggt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Antony ögraði Spánverjum um helgina – Sjáðu hvað gerðist

Antony ögraði Spánverjum um helgina – Sjáðu hvað gerðist