Leikmenn Manchester United misstu sig ekki í vikunni eftir 3-1 sigur á Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni.
United vann frábæran sigur á PSG á heimavelli frönsku meistarana og tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Chris Smalling, leikmaður liðsins, neitar því að leikmenn liðsins hafi fagnað með því að hella í sig áfengi eftir sigurinn.
Í staðinn þá voru flestir leikmenn að spila borðspil í flugvélinni og tóku því mjög rólega á heimleiðinni.
,,Ég er alveg hreinskilinn þegar ég segiu þetta, við fengum okkur ekki áfengi,“ sagði Smalling.
,,Solskjær sagði ekkert um málið hvort sem er en við vorum nokkrir upptekknir að spila Uno!“
,,Andreas Pereira og Fred voru í horninu og spiluðu sína tónlist. Þetta var bara rólegt og skemmtilegt.“