Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, íhugar nú að kæra veðmálafyrirtækið Paddy Power.
Paddy Power notaði mynd af Solskjær ólöglega í auglýsingu sinni en hann hafði ekki gefið leyfi á að hún yrði notuð.
Fyrirtækið auglýsti stuðla fyrir sína notendur þar sem hægt var að veðja á hvort Norðmaðurinn yrði endanlega ráðinn stjóri félagsins.
Eins og flestir vita fékk Solskjær aðeins samning út tímabilið en eftir gengið undanfarið er líklegt að hann fái starfið til lengri tíma.
,,Ég lofa ykkur því að ég mun senda þetta á mína lögfræðinga,“ sagði Solskjær við NRK.
,,Þetta verður stórt vandamál. Þetta er veðmálafyrirtæki. Ég á ekki að tengjast þessu neitt.“
Paddy Power hefur áður komist í fréttirnar fyrir umdeild vinnubrögð og eru auglýsingar fyrirtækisins oft á mjög gráu svæði.