fbpx
Miðvikudagur 03.desember 2025
433Sport

Solskjær íhugar að kæra veðmálafyrirtæki: ,,Lofa ykkur því að ég sendi þetta til lögfræðinga“

Victor Pálsson
Laugardaginn 9. mars 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, íhugar nú að kæra veðmálafyrirtækið Paddy Power.

Paddy Power notaði mynd af Solskjær ólöglega í auglýsingu sinni en hann hafði ekki gefið leyfi á að hún yrði notuð.

Fyrirtækið auglýsti stuðla fyrir sína notendur þar sem hægt var að veðja á hvort Norðmaðurinn yrði endanlega ráðinn stjóri félagsins.

Eins og flestir vita fékk Solskjær aðeins samning út tímabilið en eftir gengið undanfarið er líklegt að hann fái starfið til lengri tíma.

,,Ég lofa ykkur því að ég mun senda þetta á mína lögfræðinga,“ sagði Solskjær við NRK.

,,Þetta verður stórt vandamál. Þetta er veðmálafyrirtæki. Ég á ekki að tengjast þessu neitt.“

Paddy Power hefur áður komist í fréttirnar fyrir umdeild vinnubrögð og eru auglýsingar fyrirtækisins oft á mjög gráu svæði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Gæti Jude Bellingham endað hjá Liverpool?

Gæti Jude Bellingham endað hjá Liverpool?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Enginn lögreglumaður þarf að taka ábyrgð á því þegar 97 stuðningsmenn Liverpool létu lífið

Enginn lögreglumaður þarf að taka ábyrgð á því þegar 97 stuðningsmenn Liverpool létu lífið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ryan Reynolds og félagar fá rúma 3 milljarða af opinberu fé

Ryan Reynolds og félagar fá rúma 3 milljarða af opinberu fé
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Keyptur til City fyrir nokkrum mánuðum en vill burt – Telur loforð hafa verið svikin

Keyptur til City fyrir nokkrum mánuðum en vill burt – Telur loforð hafa verið svikin
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Slot tjáir sig um Salah og segir hann eðlilega ekki hafa verið ánægðan

Slot tjáir sig um Salah og segir hann eðlilega ekki hafa verið ánægðan
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fleiri stig tekin af Sheffield og fallið úr deildinni er öruggt

Fleiri stig tekin af Sheffield og fallið úr deildinni er öruggt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Antony ögraði Spánverjum um helgina – Sjáðu hvað gerðist

Antony ögraði Spánverjum um helgina – Sjáðu hvað gerðist