Mjög óhugnanlegt myndband er nú í dreifingu á netinu en þar má sjá árás á 22 ára gamla stúlku í Grikklandi.
Fótboltabullur og glæpamenn réðust á konuna í gær en hún styður lið Panathinaikos í heimalandinu.
Það er mikill rígur á milli Panathinaikos og Olympiakos en stuðningsmenn þess síðarnefnda réðust á konuna.
Einn af árásarmönnunum tók atvikið upp á síma þar sem má sjá hvernig fimm menn spörkuðu í og kýldu konuna sem lá á jörðinni.
Hún reyndi hvað hún gat til þess að verja sig en einn af mönnunum stakk hana einnig með hníf í fótinn.
Íþróttaráðherra Grikklands, George Vassiliadis segir að lögreglan sé búin að finna árásarmennina og verður þeim refsað á viðeigandi hátt.
Konan var flutt á sjúkrahús eftir árásina en er ekki í lífshættu.
Myndband af árásinni má sjá hér fyrir neðan en við vörum viðkvæma við.