fbpx
Miðvikudagur 03.desember 2025
433Sport

Evra hótar að slá fyrrum samherja eftir gagnrýni: ,,Þú veist að ég er ekki bara að segja þetta“

Victor Pálsson
Laugardaginn 9. mars 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Patrice Evra, fyrrum leikmaður Manchester United, sá liðið vinna 3-1 sigur á Paris Saint-Germain á miðvikudag.

Evra var staddur á leiknum í París er United sneri 2-0 tapi sér í vil og vann 3-1 sigur á útivelli. Liðið komst áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Evra fagnaði þeim sigri gríðarlega enda elskar hann United og er mikill stuðningsmaður félagsins.

Jerome Rothen, fyrrum samherji Evra hjá Monaco og franska landsliðinu, segir að hann hafi sýnt óvirðingu með hvernig hann fagnaði á samskiptamiðlum.

,,Sýndu virðingu. Þú ert vinur minn Patrice en ekki gera þetta,“ sagði Rothen sem starfar nú í sjónvarpi.

Evra tók þessi ummæli Rothen ekki í mál og ætlar að slá hann næst er þeir hittast.

,,Um leið og ég sé þig aftur þá ætla ég að slá þig vel í andlitið. Þú veist að ég er ekki bara að segja þetta,“ sagði Evra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Gæti Jude Bellingham endað hjá Liverpool?

Gæti Jude Bellingham endað hjá Liverpool?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Enginn lögreglumaður þarf að taka ábyrgð á því þegar 97 stuðningsmenn Liverpool létu lífið

Enginn lögreglumaður þarf að taka ábyrgð á því þegar 97 stuðningsmenn Liverpool létu lífið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ryan Reynolds og félagar fá rúma 3 milljarða af opinberu fé

Ryan Reynolds og félagar fá rúma 3 milljarða af opinberu fé
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Keyptur til City fyrir nokkrum mánuðum en vill burt – Telur loforð hafa verið svikin

Keyptur til City fyrir nokkrum mánuðum en vill burt – Telur loforð hafa verið svikin
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Slot tjáir sig um Salah og segir hann eðlilega ekki hafa verið ánægðan

Slot tjáir sig um Salah og segir hann eðlilega ekki hafa verið ánægðan
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fleiri stig tekin af Sheffield og fallið úr deildinni er öruggt

Fleiri stig tekin af Sheffield og fallið úr deildinni er öruggt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Antony ögraði Spánverjum um helgina – Sjáðu hvað gerðist

Antony ögraði Spánverjum um helgina – Sjáðu hvað gerðist