Patrice Evra, fyrrum leikmaður Manchester United, sá liðið vinna 3-1 sigur á Paris Saint-Germain á miðvikudag.
Evra var staddur á leiknum í París er United sneri 2-0 tapi sér í vil og vann 3-1 sigur á útivelli. Liðið komst áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Evra fagnaði þeim sigri gríðarlega enda elskar hann United og er mikill stuðningsmaður félagsins.
Jerome Rothen, fyrrum samherji Evra hjá Monaco og franska landsliðinu, segir að hann hafi sýnt óvirðingu með hvernig hann fagnaði á samskiptamiðlum.
,,Sýndu virðingu. Þú ert vinur minn Patrice en ekki gera þetta,“ sagði Rothen sem starfar nú í sjónvarpi.
Evra tók þessi ummæli Rothen ekki í mál og ætlar að slá hann næst er þeir hittast.
,,Um leið og ég sé þig aftur þá ætla ég að slá þig vel í andlitið. Þú veist að ég er ekki bara að segja þetta,“ sagði Evra.