Aron Einar Gunnarsson, leikmaður Cardiff, var frábær í dag er liðið mætti West Ham í ensku úrvalsdeildinni.
Aron er gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir Cardiff og spilar liðið yfirleitt betur með hann innanborðs.
Landsliðsfyrirliðinn lagði upp annað mark heimamanna í dag en Cardiff vann góðan 2-0 heimasigur.
Aron fær níu í einkunn fyrir sína frammistöðu í einkunnagjöf Sky Sports og var valinn maður leiksins.
Þrír aðrir leikmenn fá átta í einkunn fyrir sína frammistöðu en enginn leikmaður skorar eins hátt og Aron.
Sigurinn gerir mikið fyrir Cardiff sem er í fallbaráttu og hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir viðureign dagsins.