Nokkrir leikmenn Juventus voru fljótir að hrsta af sér slæmt tap gegn Atletico Madrid á dögunum. Cristiano Ronaldo og fleiri leikmenn fóru beint með einkaflugvél til Torino eftir leik.
Þangað fóru þeir á hótel í borginni þar sem 60 fyrirsætur voru með gleðskap.
Ítalskir fjölmiðlar fjalla um málið, það vekur athygli að nokkrir leikmenn Juventus hafi ferðast með einkaflugvél heim eftir leik, í stað þess að fara með liðinu.
Juventus tapaði leiknum 2-0, um var að ræða fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum en liðin mætast aftur eftir helgi. Max Allegri, þjálfari Juventus sér ekkert að þessu.
,,Þetta var bara kvöldmatur,“ sagði Allegri en fyrirsæturnar yfirgáfu hótelið þegar gestir voru byrjaðir að streyma í morgunmat.
Partýið fór fram á Starhotel Majestic. ,,Ég er þjálfari, ég er ekki að vakta leikmenn. Þetta var gott fyrir þá, þetta létti aðeins lund þeirra. Leikmenn bera ábyrgð á sér sjálfir, eftir þennan kvöldverð þá unnum við Napoli.“