Einn daginn þá gæti verið að kona þjálfi lið Barcelona sem er eitt allra stærsta félag heims.
Þetta segir Ernesto Valverde, núverandi stjóri liðsins en konur eru hægt og rólega að koma sér fyrir í karlaboltanum.
Undanfarin ár eru mörg dæmi um það og er til að mynda kvenkyns dómari sem dæmir í efstu deild í Þýskalandi.
,,Sannleikurinn er að knattspyrnuheimurinn hefur tekið framförum undanfarið, sagði Valverde.
,,Það er ómögulegt að koma í veg fyrir það að konur muni koma meira inn í þetta.“
,,Kvennaknattspyrnan er á mikilli uppleið og það er augljóst hvað er verið að afreka.“
,,Maður finnur meira fyrir kvenfólki í karlaboltanum og það mun stækka. Á endanum þá gæti kona þjálfað Barcelona.“