Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, mun stýra sínum mönnum gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni um helgina.
Liverpool leikur gegn Burnley í hádeginu á sunnudag og þarf á þremur stigum að halda í titilbaráttunni.
Klopp veit að stemningin á Anfield verði góð en gefur þó stuðningsmönnum liðsins góð ráð.
Hann ráðleggur öllum þeim sem eiga miða að fara snemma í bólið á laugardag og vonar að sem flestir sleppi áfenginu.
,,Við fáum alltaf þessa spurningu þegar við spilum í hádeginu. Þetta er ekkert vandamál lengur,“ sagði Klopp.
,,Ef þú átt miða á leikinn, farðu í rúmið ekki seinna en klukkan 10. Ekki drekka áfengi og vertu á tánum allan leikinn.“