Nantes var að greina frá því að félagið hafi náð samkomulagi um að rifta samningi vð Kolbein Sigþórsson.
Viðræður um þetta hafa staðið í lengri tíma en vonast hafði verið til að Kolbeinn gæti farið frá Nantes í janúar. Kolbeinn hefur verið orðaður við nokkur félög og getur nú fundið sér nýtt félag.
Framherjinn hefur verið í kuldanum hjá Nantes og ekki fengið að æfa með aðalliði félagsins, viðræður um riftun hafa lengi staðið yfir.
Kolbeinn gekk í raðir Nantes, sumarið 2015 frá Ajax. Eftir ágætis fyrsta tímabil fór hann á láni til Galatasaray en tókst aldrei að spila fyrir félagið, vegna meiðsla.
Endurhæfing hans tók langan tíma en það var síðasta vor sem heilsa Kolbeins batnaði. Þrátt fyrir það hefur Nantes ekki viljað nota hann.
Kolbeinn getur nú samið við nýtt félag en hann var aftur mættur í íslenska landsliðshópinn síðasta haust.
Kolbeinn fagnar 29 ára afmæli sínu á þessu ári en samnningur hans við Nantes var til ársins 2020. Kolbeinn hefur skorað 23 mörk i 48 landsleikjum, mögnuð tölfræði.
✒️ Le FC Nantes et @KSigthorsson sont parvenus à trouver ce jour un accord à l’amiable concernant la résiliation du contrat de l’attaquant islandais.
Le Club lui souhaite une bonne continuation pour la suite de sa carrière.
— FC Nantes (@FCNantes) March 8, 2019