fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
433Sport

Siggi Hlö á spítala: „Þá gjörsamlega truflast ég“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 7. mars 2019 10:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Núna er ég orðinn 100 kíló, meira álag á draslið,“ sagði Sigurður Hlöðversson, oftast kallaður Siggi Hlö, á Bylgjunni í morgun.

Sigurður var þá á leið upp á sjúkrahús, hann slasaði sig á heimili sínu í gær fyrir framan sjónvarpið. Siggi var að horfa á leik PSG og Manchester United í Meistaradeild Evrópu, hann er stuðningsmaður United.

Siggi er einn af harðari stuðningsmönnum United hér á landi og ótrúleg endurkoma United í gær varð til þess að Siggi slasaði sig.

,,Ég sat einn fram í stofu, konan nennti ekki látunum í mér. Þegar gæinn er að fara dæma vítaspyrnu, þá gjörsamlega truflast ég. Ég hleyp um stofuna og hoppa og skoppa,“ sagði Siggi á Bylgjunni en United tryggði sér sigur í einvíginu gegn PSG með umdeildri vítaspyrnu undir lok leiksins.

,,Þegar Rashford skorar úr vítinu þá kemur konan fram og gefur mér „high-five“, um leið og ég hoppa þá heyri ég bara „púff“, ég lendi og ég hef ekki getað stigið í löppina síðan.“

,,Ég slasaðist í fagninu, þetta er inni í kálfanum, það er eins og hann hafi rifnað í sundur. Ég er á leiðinni upp á spítala núna, ég er af þeirri kynslóð úr Breiðholti þar sem er bara sagt ´Hættu þessu væli´.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Galdur skrifar undir hjá KR

Galdur skrifar undir hjá KR
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Miðasalan á úrslitaleikinn fer af stað

Miðasalan á úrslitaleikinn fer af stað
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir að stuðningsmenn Víkinga þurfi að gæta sín í Kaupmannahöfn – „Þeir voru ansi niðurlútir og skömmuðust sín“

Segir að stuðningsmenn Víkinga þurfi að gæta sín í Kaupmannahöfn – „Þeir voru ansi niðurlútir og skömmuðust sín“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Íslenskur stuðningsmaður laminn í andlitið fyrir að svara í símann – „Það endaði í blóðugum slag“

Íslenskur stuðningsmaður laminn í andlitið fyrir að svara í símann – „Það endaði í blóðugum slag“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þessir eru tilnefndir til besta stjórans

Þessir eru tilnefndir til besta stjórans
433Sport
Í gær

Víkingar fóru illa með dönsku risana

Víkingar fóru illa með dönsku risana
433Sport
Í gær

Eiginkonan sögð gefa ýmislegt í skyn með þessari myndbirtingu

Eiginkonan sögð gefa ýmislegt í skyn með þessari myndbirtingu
433Sport
Í gær

Solskjær fær leikmann með mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni

Solskjær fær leikmann með mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Nýliðarnir sækja reynslumikinn markvörð

Nýliðarnir sækja reynslumikinn markvörð