Paris Saint-Germain er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir tap gegn Manchester United í gær.
PSG tapaði 3-1 gegn United á heimavelli sínum í Frakklandi eftir að hafa unnið fyrri leikinn 2-0 úti.
Það var Marcus Rashford sem tryggði United áfram en hann skoraði úr vítaspyrnu á 94. mínútu leiksins.
Adrien Rabiot, leikmaður PSG, var ekki með liðinu í gær en hann fær ekkert að spila þessa dagana.
Þessi 23 ára gamli leikmaður horfði þó á PSG tapa leiknum og var ekki lengi að reyna að gleyma því tapi.
Rabiot er á förum frá PSG í sumar en hann hefur neitað að skrifa undir nýjan samning við félagið.
Myndband og myndir birtust af Rabiot í dag þar sem má sjá hann skemmta sér á næturklúbbi í París í gær.
Miðað við fregnir þá var Rabiot í annarlegu ástandi og hafði fengið sér þónokkra drykki.
,,Honum er drullu sama,“ skrifar einn aðdáandi PSG á Instagram síðu Isaac Hadded sem birti myndbandið.