,,Í alvörunni!! Ég pósta mínu áliti í lokaða grúppi hér á FB. Hver er fávitinn?,“ svona byrjar Heiðar Austmann pistill sinn á Facebook í dag þar sem hann tjáir sig um frétt okkar.
Heiðari blöskraði hvernig vinir sínir og samherjar í stuðningsmannafélagi, Liverpool haga sér á samfélagsmiðlum í gær og í dag. Nokkuð hefur borið á því að stuðningsmenn Liverpool séu að hrósa Manchester United og spilamennsku liðsins.
Heiðar skrifaði pistil í stuðningsmannahóp Liverpool sem DV barst, Heiðar leitar að sökudólgnum sem lekur í DV.
Smelltu hér til að lesa pistil Heiðars sem lak í DV
Manchester United vann magnaðan sigur á PSG í gær í Meistaradeild Evrópu, eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli 0-2 þá vann United 1-3 sigur í París í gær. Liðið fór því áfram í átta liða úrslit á fleiri mörkum skorað á útivelli.
Þetta hefur hrifið knattspyrnuheiminn og einnig stuðningsmenn Liverpool sem yfirleitt er frekar illa við Manchester United. Heiðar er ekki einn af þeim og les yfir samferðamönnum sínum í stuðningsmannahóp Liverpool á Íslandi.
Heiðar er reiður yfir þvi að skoðun hans hafi farið í fjölmiðla. ,,Til hamingju með það, sá aðili sem gerði þetta varð til þess að ég segi mig úr grúppunni. Flottur!!.“