Eins og flestir vita er mikið fylgst með enskri knattspyrnu hér á landi en hún er töluvert vinsælli en sú íslenska.
Áhuginn fyrir enskri knattspyrnumenningu er mikill á Íslandi og er það oft heilög stund er lið hvers og eins spilar um helgar.
Egill Helgason skrifar athyglisverðan pistil á Eyjunni í dag þar sem hann ber saman íslenska og enska boltann.
Egill fer einnig yfir hvernig ‘ensk lið’ eru þó ekki eins ensk og áður fyrr. Mikil breyting hefur átt sér stað í Bretlandi undanfarin ár og eru upphæðirnar sem eigendur félaga eyða orðnar lygilegar.
,,Tugþúsundir Íslendinga fylgjast í ofvæni með enskum liðum sem eru í eigu bandarískra fyrirtækja, olíufursta frá Persaflóa og rússneskra ólígarka,“ skrifar Egill.
,,Knattspyrnumennirnir koma alls staðar að af plánetunni. Liðin eiga að heita ensk en í sumum þeirra er ekki einn einasti enskur leikmaður.“
Íslenskir stuðningsmenn eiga það til að ferðast til Englands og sjá sitt lið spila og getur það oft verið kostnaðarsamt.
Á sama tíma er mætingin á leiki hér á landi oft slæm og er hægt að fullyruða að áhuginn sé alls ekki sá sami.
,,Enginn hefur áhuga á KR, Val eða Skaganum lengur. Vellirnir á Íslandi standa tómir. Glóbalið ryður lókalinu miskunnarlaust burt.“
,,Þúsundir barna hér eru alin upp í trú á United og Liverpool, ferðirnar á Trafford og Arnfield eru eins og innvígsla þar sem allir fara í búninga. Sum börnin fá búninginn strax við fæðingu.“
,,Skapsveiflur á heimilum landsins ráðast svo af gengi þessara liða.“