Stuðningsmenn Celtic er afar óhressir með það að Brendan Rodgers hafi viljað yfirgefa félagið og taka við Leicester.
Eftir tvö og hálft ár í starfi í Skotlandi vildi Rodgers fara í sterkari deild, hann þáði boð Leicester.
Stuðningsmenn Celtic telja félagið sitt stærra og betra og skilja ekki ákvörðun Rodgers.
Rodgers vann með Celtic í tvö ár en stuðningsmenn Celtic ákváðu að þakka honum fyrir starfið, með því að brjótast inn á heimili hans í Glasgow.
Greint er frá því að tveir glæpamenn hafi brotist inn á meðan eiginkona og stjúpdóttir Rodgers voru heima.
Þau vöknuðu við innbrotið um nóttina en ræningjarnir bjuggust við því að enginn væri heima.
Þær þurftu að leysa sig inni á baðherbergi þar sem hringt var á lögregluna sem mætti á svæðið stuttu síðar.
Eins og búast má við voru þær mæðgur mjög hræddar en dóttirin, Lola er aðeins sex ára gömul.
Dýrum hlutum var stolið af heimili Rodgers en eins og staðan er eru þjófarnir ekki fundnir.