Lið Arsenal er í basli í Evrópudeildinni eftir leik við franska liðið Rennes í 16-liða úrslitum keppninnar.
Fyrri leikur liðanna af tveimur fór fram í kvöld og hafði Rennes betur með þremur mörkum gegn einu.
Sokratis, varnarmaður Arsenal, reyndist skúrkur kvöldsins en hann fékk að líta rauða spjaldið á 41. mínútu leiksins er liðið var 1-0 yfir.
Alex Iwobi hafði komið Arsenal yfir snemma leiks en Rennes skoraði svo þrjú mörk og er í ansi góðri stöðu.
Villarreal er komið með annan fótinn í næstu umferð eftir leik við Zenit í Rússlandi. Þeir spænsku unnu góðan 3-1 útisigur.
Sevilla tókst ekki að leggja tékknenska félagið Slavia Prague af velli á Spáni. Þeim leik lauk með 2-2 jafntefli.
Hér má sjá öll úrslit kvöldsins.
Rennes 3-1 Arsenal
0-1 Alex Iwobi(4′)
1-1 Benjamin Bourigeaud(42′)
2-1 Nacho Monreal(sjálfsmark, 65′)
3-1 Ismaila Sarr(88′)
Zenit 1-3 Villarreal
0-1 Iborra(33′)
1-1 Sardar Azmoun(35′)
1-2 Gerard Moreno(64′)
1-3 Manu Morlanes(71′)
Sevilla 2-2 Slavia Prague
1-0 Wissam Ben Yedder(1′)
1-1 Miroslav Stoch(25′)
2-1 Munir El Haddadi(28′)
2-2 Alex Kral(39′)
Dinamo Zagreb 1-0 Benfica
1-0 Bruno Petkovic(víti, 38′)
Eintracht Frankfurt 0-0 Inter Milan