Newcastle United hefur rekið Peter Beardsley úr starfi en hann þjálfaði unglingalið félagsins, hann hafði verið í fríi í um ár.
Beardsley var settur í frí þegar ásakanir um kynþáttafordóma og einelti af leikmönnum félagsins.
Beardsley er gamall leikmaður hjá Newcastle en hann neitaði alltaf sök í málinu, rannsóknin leiddi annað í ljós.
Beardsley var rekinn úr starfi í dag, honum er þakkað fyrir sín störf. Félagið ætlar ekki að tjá sig meira um málið.
Beardsley er 58 ára gamall en hann lék tæplega 60 landsleiki fyrir England á ferli sínum sem leikmaður.