Tottenham tryggði sér farseðilinn í næstu umferð Meistaradeildar Evrópu á eftir sigur á Dortmund á útivelli í gær.
Tottenham vann fyrri leikinn 3-0 á heimavelli og vann svo leik kvöldsins með einu marki gegn engu.
Harry Kane skoraði markið í leiknum en leikmenn Tottenham voru ánægðir með þetta. Komnir í 8 liða úrslit í bestu keppni í heimi.
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham hefur bannað leikmönnum að taka myndir í klefanum þangað til að þeir vinni eitthvað.
Þessa reglu setti Pochettino fyrir um þremur mánuðum, leikmenn Tottenham hafa nefnilega verið gagnrýndir fyrir að taka myndir eftir litla sigra. Pochettino vildi því að næsta mynd yrði eftir að bikar væri í hús.
Þessa reglu virti Jan Vertonghen ekki því hann tók sjálfu í klefanum eins og sjá má hér að neðan.