Knattspyrnumaðurinn, Albert Brynjar Ingason átti sér þann draum að taka kynþokkafulla mynd af sér líkt og Sunneva Einarsdóttir, áhrifavaldur og vinkona hennar tóku. Albert hafði gengið með þessa hugmynd í maganum áður en hann sendi á fyrrum samherja sinn, Ásgeir Börk Ásgeirsson, hvort hann væri klár í slaginn.
,,Eftir að hafa séð þessa mynd á Instagram hjá Sunnevu Einars fór ég að hugsa… Ætli ég geti fengið vin minn yfir í svona heimsókn,“ skrifar Albert.
,,Ég ákvað bara að athuga og sendi skilaboð á vin minn Ásgeir Börk,“ sagði Albert og svar Ásgeirs var áhugavert.
,,Ertu loksins búinn að missa allt vit,“ svaraði Ásgeir og var útlit fyrir að draumurinn væri úti.
Náði honum! pic.twitter.com/pSlzClm8kc
— Albert Ingason. (@Snjalli) March 2, 2019
Albert birti hins vegar mynd á Twitter um helgina þar sem má sjá að honum hefur tekist að sannfæra Ásgeir um að taka þátt. ,,Náði honum,“ skrifaði Albert og birti mynd af þeim saman sem minnir á mynd Sunnevu og vinkonu hennar.
Albert ræðir myndatökuna í ítarlegu viðtali á Vísir.is en eins og við sögðum frá í gær er móðir hans áhyggjufull.
Móðir Alberts rakst á mynd af honum og vini hans í rúminu: ,,Þú eignast aldrei konu“
,,Í þessu tilfelli var það Lager bjórinn sem bjó til þetta færi fyrir mig,“ sagði Albert við Vísir.is um hvernig honum tókst að sannfæra Ásgeir Börk loks um að taka svona mynd.
„Mér finnst Börkur ná sinni dömu frábærlega en ég er í ruglinu, ég hræðist mitt eigið andlit á þessari mynd,“ sagði Albert en af hverju er mamma hans með áhyggjur?
,,Einnig held ég að hún treysti mér bara ekki fyrir sjálfum mér, hún er sennilega á þeirri skoðun að það sé bara tímaspursmál hvenær ég kveiki óvart í sjálfum mér.“
Viðtal Alberts á Vísir.is má sjá í heild hérna.