Sergio Aguero er genginn út á nýjan leik en hann á í ástarsambandi við Taylor Ward, sem er 21 árs gömul.
Aguero er einn besti framherji í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hann hefur raðað inn mörkum fyrir Manchester City.
Taylor er dóttir Ashley Ward sem lék fyrir Manchester City, Leicester, Derby og fleiri lið.
Í seinni tíð hefur Ashley verið í viðskiptum og á meðal annars fyrirtæki sem tekur hús í gegn, fyrirtæki hans hefur verið vinsælt hjá knattspyrnumönnum.
Aguero þekkir það að eiga unnustu sem á pabba sem var knattspyrnumaður en hann á barn með dóttir Diego Maradona.
Nokkur ár eru síðan að þau slitu sambandi sínu og hefur Aguero nú fundið ástina á nýjan leik. Aguero er níu árum eldri en Taylor en þau hafa sést saman í úthverfum Manchester.