Knattspyrnumaðurinn, Albert Brynjar Ingason átti sér þann draum að taka kynþokkafulla mynd af sér líkt og Sunneva Einarsdóttir, áhrifavaldur og vinkona hennar tóku. Albert hafði gengið með þessa hugmynd í maganum áður en hann sendi á fyrrum samherja sinn, Ásgeir Börk Ásgeirsson, hvort hann væri klár í slaginn.
,,Eftir að hafa séð þessa mynd á Instagram hjá Sunnevu Einars fór ég að hugsa… Ætli ég geti fengið vin minn yfir í svona heimsókn,“ skrifar Albert.
,,Ég ákvað bara að athuga og sendi skilaboð á vin minn Ásgeir Börk,“ sagði Albert og svar Ásgeirs var áhugavert.
,,Ertu loksins búinn að missa allt vit,“ svaraði Ásgeir og var útlit fyrir að draumurinn væri úti.
Náði honum! pic.twitter.com/pSlzClm8kc
— Albert Ingason. (@Snjalli) March 2, 2019
Albert birti hins vegar mynd á Twitter um helgina þar sem má sjá að honum hefur tekist að sannfæra Ásgeir um að taka þátt. ,,Náði honum,“ skrifaði Albert og birti mynd af þeim saman sem minnir á mynd Sunnevu og vinkonu hennar.
Móðir Alberts er ekki alveg að kaupa þessi fíflalæti í syni sínum og hefur hann reglulega birt samskipti þeirra á Twitter. Hún hefur áhyggjur af svona myndbirtingum.
,,Albert ég var að sjá myndina af þér og vini þínum í rúminu, þetta er nú ekki alveg eðlilegt hvað þér dettur í hug. Þú eignast aldrei konu ef þú heldur svona áfram og hana nú,“ skrifaði móðir Alberts til hans.