Samuel Eto’o hefur fengið ákæru sig en kona sem hann átti stutt kynni við segir hann hafa barnað sig árið 1997.
Eto’o hefur átt frábæran feril sem atvinnumaður í knattspyrnu en Adileusa do Rosario Neves heldur því fram að framherjinn hafi barnað sig árið 1997.
Þau hittust þá á skemmistað í Madríd þegar framherjinn frá Kamerún var á láni hjá Leganes frá Real Madrid.
Það sem vekur athygli í ákærunni er að stúlkan fæddist í nóvember árið 1998, en þau hittust í þetta eina skipti árið 1999. Það heldur ekki alveg vatni, enda meðganga aðeins um eða yfir níu mánuðir.
Eto’o er sex barna faðir en hann á þau með fjórum konum en hann spilar í dag í Katar.
Ekki er talið að málið nái langt í kerfinu enda virðist saga konunnar ekki alveg rétt.