Herman Tsinga leikmaður Akanda FC í Gabon lést í miðjum leik um helgina, í leik í fyrstu deildinni þar í landi.
Tsinga stökk upp í boltann og skallaði knöttinn, hann féll svo til jarðar.
Sjúkrabíll var fljótur á svæðið og reyndi að koma Tsinga til hjálpar en það gekk ekki.
Læknaliðið reyndi að lífga Tsinga við en hann var úrskurðaður látinn við komu á sjúkrahús.
Atvikið gerðist eftir 23 mínútna leik en ástandið á vellinum má sjá hér að neðan.