Ian Rush, Íslandsvinur og goðsögn hjá Liverpool á Englandi hefur trúlofað sig en unnusta hans er 22 árum yngri.
Carol Anthony er 35 ára gömul en Rush sem átti frábæran feril sem knattspyrnumaður er 57 ára gamall.
Rush hefur komið til Íslands nokkrum sinnu, hann hélt knattspyrnunámskeið fyrir unga krakka nokkur sumur í röð.
Rush skildi við fyrrum eiginkonu sína árið 2012 eftir 25 ára hjónaband. Hann og Carol hafa átt í ástarsamband frá 2013.
Þau ætla að gifta sig á næstunni en mynd af parinu er hér að neðan.