fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
433Sport

Fimm ástæður þess að Solskjær fær starfið hjá United

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 5. mars 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Gunnar Solskjær hefur unnið 13 af 16 leikjum sínum sem stjóri Manchester United, eina tapið kom gegn PSG í Meistaradeildinni.

Um var að ræða fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum en leikurinn fór fram á Old Trafford, United þarf því kraftaverk í París á miðvikudag.

Til að gera stöðuna verri eru mikil meiðsli í herbúðum United. Solskjær verður án Anthony Martial, Nemanja Matic, Phil Jones, Jesse Lingard, Juan Mata, Ander Herrera, Alexis Sanchez, Antonio Valencia, Matteo Darmian og Paul Pogba sem er í banni.

Sama hvernig fer á morgun er talið að Solskjær muni fá starfið hjá United, hann hefur breytt miklu á stuttum tíma. Stjórn United er farin að hallast að því að Solskjær sé rétti maðurinn.

Ensk blöð hafa tekið saman fimm ástæður þess að Solskjær fái starfið.

Leikmenn eru sannfærðir að hann fái starfið
Leikmenn United elska að spila fyrir Solskjær og hafa látið vita af því að þeir vilji halda honum.

Stjórnin kann vel við það hvernig hann bætir unga leikmenn
Solskjær hefur náð meira fram úr Anthony Martial, Marcus Rashford og fleiri ungum leikmönnum.

Stjórnin er ánægð með það hvernig hann stýrt liðinu í meiðslavandræðum
Tíu leikmenn eru meiddir þessa stundina en United hefur samt sem áður haldið flugi.

Hann er miðpunktur í nýrri auglýsingaherferð
Auglýsing var tekinn upp á dögunum fyrir næstu leiktíð, þar var Solskjær miðpunktur í nýrri herferð.

Félagið er ekki að ræða við neinn annan stjóra
Nöfn sem áður voru orðuð við liðið eru ekki lengur nefndir til sögunnar eftir frammistöðu Solskjær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Segir að stuðningsmenn Víkinga þurfi að gæta sín í Kaupmannahöfn – „Þeir voru ansi niðurlútir og skömmuðust sín“

Segir að stuðningsmenn Víkinga þurfi að gæta sín í Kaupmannahöfn – „Þeir voru ansi niðurlútir og skömmuðust sín“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Freyr: „Mér er alveg sama hvað þér finnst“

Freyr: „Mér er alveg sama hvað þér finnst“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Íslenskur stuðningsmaður laminn í andlitið fyrir að svara í símann – „Það endaði í blóðugum slag“

Íslenskur stuðningsmaður laminn í andlitið fyrir að svara í símann – „Það endaði í blóðugum slag“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Lykilmaður Chelsea ekki með í marga mánuði

Lykilmaður Chelsea ekki með í marga mánuði
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Riftir samningnum við Barcelona og fer til Sádi

Riftir samningnum við Barcelona og fer til Sádi