,,Ég er að leita að einhverjum,“ skrifar ljósmyndarinn Young Kim í dag en er staddur hér á landi.
Kim birti færslu á Facebook síðu sína í dag þar sem hann biður Íslendinga um hjálp.
Hann leitar að Hermanni sem er 18 ára gamall knattspyrnumaður og spilar í 1. deildinni hér á landi.
Kim segist hafa hitt Hermann þann 2. mars síðastliðinn í Háskóla Íslands og tók þar viðtal við drenginn.
,,Ástæðan fyrir því að ég vil finna hann er því mig langar að mynda hann á knattspyrnuvelli,“ skrifaði Kim.
,,Mig langar að fjalla meira um hann en því miður þá gleymdi ég nafninu hans og símanúmeri.“
,,Ég vil ekki stoppa núna. Allir á Íslandi eru skyldir. Ég heyrði það að þið þekkist öll. Get ég fundið þennan unga mann? Getið þið hjálpað mér?“
Kim fer svo lengra og birtir mynd af Hermanni og vonar innilega að Íslendingar geti hjálpað til.
Getum við hjálpað Kim? Færslu hans má sjá hér fyrir neðan.