fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
433Sport

Ajax burstaði Real og sló meistarana úr leik – Tottenham áfram

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 5. mars 2019 21:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir leik við hollenska stórveldið Ajax í kvöld.

Seinni leikur liðanna fór fram í kvöld í Madrid en Real vann fyrri leikinn 2-1 á Amsterdam Arena.

Liðið var því í góðri stöðu fyrir leik kvöldsins eftir að hafa skorað tvö mörk á útivelli.

Ajax hafði þó engan áhuga á að kveðja svo snemma og gerði sér lítið fyrir og vann 4-1 sigur á Santiago Bernabeu.

Dusan Tadic, fyrrum leikmaður Southampton, átti stórleik og lagði upp tvö mörk og skoraði eitt í sigrinum.

Þetta tap mun án efa hafa slæm áhrif á Real sem hefur unnið keppnina undanfarin þrjú ár.

Tottenham tryggði sér farseðilinn í næstu umferð á sama tíma eftir sigur á Dortmund á útivelli.

Tottenham vann fyrri leikinn 3-0 á heimavelli og vann svo leik kvöldsins með einu marki gegn engu.

Real Madrid 1-4 Ajax
0-1 Hakim Ziyech(7′)
0-2 David Neres(18′)
0-3 Dusan Tadic(62′)
1-3 Marco Asensio(70′)
1-4 Lasse Schone(72′)

Dortmund 0-1 Tottenham
0-1 Harry Kane(49′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Segir að stuðningsmenn Víkinga þurfi að gæta sín í Kaupmannahöfn – „Þeir voru ansi niðurlútir og skömmuðust sín“

Segir að stuðningsmenn Víkinga þurfi að gæta sín í Kaupmannahöfn – „Þeir voru ansi niðurlútir og skömmuðust sín“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Freyr: „Mér er alveg sama hvað þér finnst“

Freyr: „Mér er alveg sama hvað þér finnst“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Íslenskur stuðningsmaður laminn í andlitið fyrir að svara í símann – „Það endaði í blóðugum slag“

Íslenskur stuðningsmaður laminn í andlitið fyrir að svara í símann – „Það endaði í blóðugum slag“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Lykilmaður Chelsea ekki með í marga mánuði

Lykilmaður Chelsea ekki með í marga mánuði
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Riftir samningnum við Barcelona og fer til Sádi

Riftir samningnum við Barcelona og fer til Sádi