fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
433Sport

Rifrildi og hótun um skilnað: Tengdaforeldrarnir standa með tengdasyninum

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 4. mars 2019 10:23

Coleen og Wayne Rooney

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney, fyrrum fyrirliði Manchester United, komst í fréttirnar á dögunum eftir ölvun á almannafæri. Rooney var handtekinn á flugvelli í Washington en hann var í annarlegu ástandi eftir langt flug.

Þau eru búsett í Bandaríkjunum þessa stundina en Rooney samdi við DC United í MLS-deildinni á síðasta ári. Samkvæmt miðlum ytra hangir hjónaband þeirra á bláþræði og er ástæðan sögð vera sú að eftir að Rooney hafi drukkið ótæplega á bar og reynt að tæla afgreiðslustúlku. Atvikið átti sér stað á Florída þar sem Rooney var í æfingaferð á dögunum.

Coleen, eiginkona hans er þessa stundina að íhuga að skilja við kappan en þau hafa verið saman í 16 ár, þau kynntust í grunnskóla og hófu samband sitt eftir að dvöl í skólanum lauk.

Áfengi virðist oft koma Rooney í klandur en hann er oftar en ekki á forsíðum enskra blaða fyrir drykkjuskap og annað slíkt.

Rooney var til að mynda handtekinn árið 2017 þegar Coleen var ófrísk, þá var hann að keyra blindfullur með konu með sér. Konuna hafði Rooney verið að spjalla við á bar í úthverfi Manchester. Ekki er vitað hvert ferðinni var heitið en líklegt er að lögreglan hafi komið í veg fyrir framhjáhald Rooney.

Coleen skellti sér í frí með foreldrum sínum í síðustu viku til að reyna að ná áttum og taka ákvörðun um næstu skref. Ensk blöð segja að sú ferð hafi ekki gefið nein svör.

Hjónin hafa víst rifist harkalega en framherjinn knái kveðst ekki hafa gert neitt rangt, Coleen er á öðru máli en foreldrar hennar ráðleggja henni að gefa Wayne einn séns til viðbótar.

Hún segir að Wayne muni ekkert breytast en foreldrar Coleen telja að ótti hans við að missa hana, muni breyta hegðun hans til framtíðar. ,,Coleen er á því að Wayne átti sig ekki á því hverus slæm staðan er, hann telji sig aldrei gera neitt rangt,“ sagði heimildarmaður enskra blaða en Coleen hefur hótað því að skilja við Wayne.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir að stuðningsmenn Víkinga þurfi að gæta sín í Kaupmannahöfn – „Þeir voru ansi niðurlútir og skömmuðust sín“

Segir að stuðningsmenn Víkinga þurfi að gæta sín í Kaupmannahöfn – „Þeir voru ansi niðurlútir og skömmuðust sín“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Íslenskur stuðningsmaður laminn í andlitið fyrir að svara í símann – „Það endaði í blóðugum slag“

Íslenskur stuðningsmaður laminn í andlitið fyrir að svara í símann – „Það endaði í blóðugum slag“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þessir eru tilnefndir til besta stjórans

Þessir eru tilnefndir til besta stjórans
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Caicedo stefnir á að spila í heimalandinu

Caicedo stefnir á að spila í heimalandinu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Grealish sagði nei við Mourinho

Grealish sagði nei við Mourinho
433Sport
Í gær

Solskjær fær leikmann með mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni

Solskjær fær leikmann með mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Nýliðarnir sækja reynslumikinn markvörð

Nýliðarnir sækja reynslumikinn markvörð