Neymar leikmaður PSG hefur það gott í heimalandi sínu, Brasilíu þessa dagana þar sem hann jafnar sig af meiðslum.
Neymar meiddist illa á dögunum og hefur ekkert spilað á síðustu vikum. Hann hefur fengið að taka endurhæfinguna að mestu í heimalandinu.
Það sem veldur fjölmiðlum í Brasilíu áhyggjum er það að Neymar virðist hafa ansi gaman af því að kíkja út á lífið. Hann er reglulegur gestur á næturklúbbum.
,,Ég er ekki á því að félagslíf mitt hamli mér innan vallar,“ sagði Neymar við fjölmiðla í heimalandinu.
,,Ef ég vil kíkja út á lífið, þá geri ég það. Ég veit samt alltaf hvað ég þarf að gera daginn eftir.“
Leikmenn frá Suður-Ameríku og sérstaklega Brasilíu hafa oft verið gagnrýndir fyrir það að djamma helst til of mikið.