fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
433Sport

Hrósar Ronaldo fyrir að brosa eftir ásökun um nauðgun: ,,Konur og skatturinn slátrar þér“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 4. mars 2019 10:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anthony Joshua, einn fremsti hnefaleikakappi í heimi stendur við bakið á Cristiano Ronaldo, einum besta knattspyrnumanni í heimi. Ronaldo hefur á síðustu mánuðum verið sakaður um grófa nauðgun og svikið undan skatti. Hann þurfti að borga 19 milljónir evra til skattsins í upphafi árs fyrir svikin.

Ronaldo þurft þannig að greiða hressilega sekt vegna þess að hafa ekki greitt skatta sína til fulls á Spáni þegar hann lék með Real Madrid. Kathryn Mayorga segir að Ronaldo hafi nauðgað sér árið 2009, atvikið á að hafa átt sér stað í Las Vegas. Joshua styður við Ronaldo hann segir að íþróttamenn í fremstu röð fái alltaf að finna fyrir því frá konum og skattinum.

Þar var Ronaldo í sumarfríi með vinum sínum áður en hann samdi við Real Madrid og varð dýrasti knattspyrnumaður í heimi. Lýsingarnar frá Mayorga eru afar óhugnanlegar en þar fer hún yfir málið í öllum smáatriðum. Hún skrifaði undir bréf þess efnis um að tjá sig aldrei um málið, fyrir það fékk hún talsverðar fjárhæðir. Atvikið á að hafa átt sér stað þann 12. júní árið 2009, Mayorga var 25 ára á þeim tíma og vann við það að lokka gesti inn á skemmtistað. Þar hitti hún Ronaldo, á Rain skemmtistaðnum.

Þau fóru síðan á hótelið þar sem Ronaldo dvaldi og þar á hin meinta nauðgun að hafa átt sér stað. Ronaldo hefur alltaf neitað sök en það eina sem er ljóst er að hann greiddi Mayorga 375 þúsund dollara til að segja ekki orð. Nú þegar hún hefur tjáð sig ber henni að endurgreiða Ronaldo alla þessa upphæð.

Ronaldo og Josuha eru félagar.

Meira:
Þetta er konan sem sakar Cristiano Ronaldo um hrottalega nauðgun – „Ég reyndi að fara í burtu og hélt fyrir leggöngin“

,,Ég hef alltaf sagt það, það eru tveir hlutir sem slátra þér sem íþróttamanni, það eru konur og skatturinn,“ sagði Joshua.

,,Það er búið að slátra Ronaldo fyrir bæði en hann bara brosir, hann er sterkur. Þú þart að vera andlega sterkur til að þola svona árásir, hann hefur sannað það.“

Joshua segir að Ronaldo sé fjölskyldumaður og hann kann vel við kappann.

,,Hann er fjölskyldumaður, hann leggur mikið á sig og geri allt til þess að ná árangri. Hann gerir allt, ég kann vel við Ronaldo.“

Skoðun Joshua er afar umdeild og hefur þessi öflugi íþróttamaður fengið mikið af hatri yfir sig eftir að hann lét orðin falla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir að stuðningsmenn Víkinga þurfi að gæta sín í Kaupmannahöfn – „Þeir voru ansi niðurlútir og skömmuðust sín“

Segir að stuðningsmenn Víkinga þurfi að gæta sín í Kaupmannahöfn – „Þeir voru ansi niðurlútir og skömmuðust sín“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Íslenskur stuðningsmaður laminn í andlitið fyrir að svara í símann – „Það endaði í blóðugum slag“

Íslenskur stuðningsmaður laminn í andlitið fyrir að svara í símann – „Það endaði í blóðugum slag“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þessir eru tilnefndir til besta stjórans

Þessir eru tilnefndir til besta stjórans
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Caicedo stefnir á að spila í heimalandinu

Caicedo stefnir á að spila í heimalandinu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Grealish sagði nei við Mourinho

Grealish sagði nei við Mourinho
433Sport
Í gær

Solskjær fær leikmann með mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni

Solskjær fær leikmann með mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Nýliðarnir sækja reynslumikinn markvörð

Nýliðarnir sækja reynslumikinn markvörð