fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
433Sport

Hjörvar róar þá sem eru að fara á taugum: ,,Þetta er enginn heimsendir“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 4. mars 2019 13:48

Hjörvar Hafliðason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var boðið upp á fjörugan leik á Goodison Park í gær þegar Liverpool heimsótti Everton og var ekkert gefið eftir í skemmtilegum grannaslag. Bæði lið fengu færi til að skora í gær og þá sérstaklega Mohamed Salah sem var ekki heitur fyrir framan markið. Því miður fyrir áhorfendur komu mörkin ekki en það vantaði þó alls ekki færin.

Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn fyrir heimamenn í Everton og stóð sig vel á miðjunni.

Manchester City vann sigur á Bournemouth um helgina og er nú komið á topp deildarinnar, munar einu stigi á toppliðunum og níu leikir eru eftir, 27 stig í pottinum.

Sumir hafa teiknað þessi úrslit upp sem slæmt högg fyrir Liverpool, liðið hafði sem dæmi fimm stiga forskot á City í byrjun febrúar. Það hefur því hallð undan fæti hjá lærisveinum Jurgen Klopp

„Þetta er ennþá alvöru titilbarátta. Það eru níu leikir eftir og City á eftir að fara á Old Trafford. Það er hellingur eftir í þessu,“ sagði Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur Í Messunni á Stöð2 Sport.

Hjörvar sagði að það væri bara allt í góðu hjá Liverpool að sækja tvö stig á tvo erfiða útivelli í síðustu leikjum.

„Í eðlilegu árferði þá er bara stig á Goodison Park og stig á Old Trafford bara flott. Þetta er enginn heimsendir fyrir Liverpool,“ sagði Hjörvar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir að stuðningsmenn Víkinga þurfi að gæta sín í Kaupmannahöfn – „Þeir voru ansi niðurlútir og skömmuðust sín“

Segir að stuðningsmenn Víkinga þurfi að gæta sín í Kaupmannahöfn – „Þeir voru ansi niðurlútir og skömmuðust sín“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Íslenskur stuðningsmaður laminn í andlitið fyrir að svara í símann – „Það endaði í blóðugum slag“

Íslenskur stuðningsmaður laminn í andlitið fyrir að svara í símann – „Það endaði í blóðugum slag“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þessir eru tilnefndir til besta stjórans

Þessir eru tilnefndir til besta stjórans
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Caicedo stefnir á að spila í heimalandinu

Caicedo stefnir á að spila í heimalandinu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Grealish sagði nei við Mourinho

Grealish sagði nei við Mourinho
433Sport
Í gær

Solskjær fær leikmann með mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni

Solskjær fær leikmann með mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Nýliðarnir sækja reynslumikinn markvörð

Nýliðarnir sækja reynslumikinn markvörð