Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, lærði ensku á mjög athyglisverðan hátt áður en hann tók við Southampton árið 2013.
Pochettino hafði þjálfað á Spáni áður en hann fór til Englands og kunni varla orð í ensku.
Hann þykir tala nokkuð góða ensku í dag og það af hluta til laginu Skyfall með Adele að þakka en það lag kom fyrir í kvikmynd um James Bond.
,,Konan mín fann enskukennara fyrir mig og fyrstu tímarnir voru tveir klukkutímar og það var svo leiðinlegt,“ sagði Pochettino.
,,Kennarinn sagði við mig: ‘Allt í lagi, við skulum prófa eitthvað nýtt, reynum að læra með því að hlusta á lag.’
,,Hún setti á Skyfall með Adele sem var mjög erfitt ef þú skilur ekkert í ensku.“
,,Í hvert skipti sem ég heyri lagið í dag þá hugsa ég til baka og brosi.“
,,Ég fór aðeins í einn tíma og hélt að þetta væri ómögulegt og bjóst við að ná engum tökum á tungumálinu.“