Jose Mourinho, fyrrum stjóri Chelsea, er ekki þekktur fyrir það að gefa mörgum ungum leikmönnum tækifæri.
Gott dæmi er varnarmaðurinn Nathan Ake sem fékk ekki tækifæri hjá Chelsea undir stjórn Portúgalans.
Hann var talinn einn efnilegasti leikmaður Chelsea og litu hlutirnir vel út undir stjórn Rafael Benitez.
Eftir að Benitez yfirgaf Chelsea tók Mourinho við og hafði hann engan áhuga á að nota Ake sem spilar í dag fyrir lið Bournemouth.
,,Ég kom fyrst í aðallið Chelsea og spilaði undir Rafa Benitez og hugsaði alltaf með mér: ‘Af hverju eru allir að tala um erfiðleika því allt er á uppleið?’
,,Eftir tímabilið þegar Benitez fór þá hugsaði ég með mér að þetta yrði mitt tímabil.“
,,Svo kom Jose Mourinho inn og án þess að fá að æfa þá var mér hent í varaliðið. Það var svo erfitt fyrir mig andlega, ég var nokkuð niðurbrotinn.“
,,Allt var að ganga vel og ég spilaði nokkra leiki. Ég var ungi leikmaður ársins en var svo mættur aftur í varaliðið.“