Alexis Sanchez, leikmaður Manchester United, er launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.
Sanchez gekk í raðir United frá Arsenal á síðasta ári en hefur alls ekki staðið undir væntingum á Old Trafford.
Sílemaðurinn fékk væna launahækkun eftir félagaskiptin og þénar nú 391 þúsund pund á viku.
Hann er launahærri en fyrrum samherji sinn hjá Arsenal, Mesut Özil sem fær 350 þúsund pund á viku.
Það er athyglisvert að skora 11 launahæstu leikmenn deildarinnar en England býður hærri laun en flest önnur lönd.
Hér má sjá þá 11 launahæstu þessa stundina.
11. Mo Salah (Liverpool) – 200 þúsund pund á viku
10. Riyad Mahrez (Manchester City) – 200 þúsund pund á viku
9. Eden Hazard (Chelsea) – 200 þúsund pund á viku
8. Harry Kane (Tottenham) – 200 þúsund pund á viku
7. Sergio Aguero (Manchester City) – 220 þúsund pund á viku
6. Romelu Lukaku (Manchester United) – 250 þúsund pund á viku
5. Raheem Sterling (Manchester City) – 275 þúsund pund á viku
4. Kevin de Bruyne (Manchester City) – 280 þúsund pund á viku
3. Paul Pogba (Manchester United) – 290 þúsund pund á viku
2. Mesut Özil (Arsenal) – 350 þusund pund á viku
1. Alexis Sanchez (Manchester United) – 391 þúsund pund á viku