Zlatan Ibrahimovic, leikmaður LA Galaxy, hefur gefið í skyn að hann ætli að reyna fyrir sér í leiklist einn daginn.
Zlatan er enn í fullu fjöri í MLS deildinni en hann er 37 ára gamall og á ekki of mikið eftir.
Hann býr nú í Los Angeles í Bandaríkjunum og gæti reynt að gerast kvikmyndastjarna í framtíðinni.
,,Ég er ansi forvitinn að vita hvernig þetta lítur út. Ég er á rétta staðnum svo við sjáum hvað gerist,“ sagði Zlatan.
,,Ég get verið vondi kallinn, góði kallinn, hvað sem er, jafnvel hetjan… En ég mun ekki syngja!“
,,Ég þarf að vera gæinn sem er alltaf á fullu að hoppa af byggingum og gera þessa klikkuðu hluti.“