Bakvörðurinn Aaron Wan-Bissaka hefur heldur betur vakið athygli á þessu tímabili í ensku úrvalsdeildinni.
Wan-Bissaka er aðeins 21 árs gamall en hann er orðinn fastamaður í öflugu liði Crystal Palace.
Hann er eini leikmaðurinn í fimm bestu deildum Evrópu sem hefur hent sér í yfir 100 tæklingar á tímabilinu til að vinna boltann aftur.
Aðeins sjö leikmenn hafa komist framhjá Wan-Bissaka í deildinni og er einn Íslendingur á meðal þeirra.
Jóhann Berg Guðmundsson er sá leikmaður en honum tókst að komast framhjá Wan-Bissaka fyrr á leiktíðinni.
Jói Berg er á lista með góðum leikmönnum á borð við Leroy Sane, Sadio Mane og Filipe Anderson.
Aaron Wan-Bissaka is the first player in Europe’s top five leagues to make 100+ tackles this season.
Still only *seven* players have successfully dribbled past him. ? pic.twitter.com/kJyNoXiBFM
— Squawka Football (@Squawka) 2 March 2019