fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
433Sport

Dönsku meistararnir keyptu Danijel af Blikum

Victor Pálsson
Laugardaginn 2. mars 2019 15:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik og FC Midtjylland hafa komist að samkomulagi um að Danijel Dejan Djuric gangi til liðs við dönsku meistarana.

Danijel er fæddur árið 2003 í Serbíu en fluttist 2 ára gamall með fjölskyldu sinni til Íslands. Dejan faðir þeirra kom þá til Íslands og lék með Hvöt og Tindastól við góðan orðstír. Í Kópavog flytur svo fjölskyldan sumarið 2012 og gekk Danijel í 6.flokk Breiðabliks.

Danijel vann sig svo inn í meistaraflokkshóp þegar hann var á sextánda aldursári.

Danijel hefur nú þegar leikið 19 unglingalandsleiki fyrir Íslands hönd og skorað í þeim 10 mörk.

Danijel lék sinn fyrsta opinbera leik síðastliðinn fimmtudag með U17 ára liði FC Midtjylland þar sem lið hans sigraði FC Kobenhavn 3-2.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Myndband: Danskar bullur gengu berserksgang í Reykjavík – Lúskruðu á íslenskum áhorfendum

Myndband: Danskar bullur gengu berserksgang í Reykjavík – Lúskruðu á íslenskum áhorfendum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Caicedo stefnir á að spila í heimalandinu

Caicedo stefnir á að spila í heimalandinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu stórfurðulegt atvik í Úlfarsárdal – Rikki G trúði ekki eigin augum

Sjáðu stórfurðulegt atvik í Úlfarsárdal – Rikki G trúði ekki eigin augum
433Sport
Í gær

Orðinn atvinnulaus rúmu hálfu ári eftir slysið skelfilega

Orðinn atvinnulaus rúmu hálfu ári eftir slysið skelfilega