Það fer fram stórleikur á Englandi í hádeginu í dag er lið Tottenham fær Arsenal í heimsókn.
Aðeins fjögur stig skilja liðin að í deildinni fyrir leikinn en Tottenham er með 60 stig í þriðja sæti og Arsenal situr í fjórða sæti með 56 stig.
Það er því mikið undir í baráttu um Meistaradeildarsæti og myndi sigur gera mikið fyrir bæði lið.
Hér má sjá byrjunarliðin í dag.
Tottenham: Lloris, Trippier, Alderweireld, Sanchez, Vertonghen, Rose, Wanyama, Sissoko, Eriksen, Son, Kane
Arsenal: Leno, Sokratis, Mustafi, Koscielny, Monreal, Guendouzi, Xhaka, Ramsey, Mkhitaryan, Iwobi, Lacazette