Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton, segir að það sé ekki til betri tilfinning en að skora í grannaslag.
Gylfi mun spila með Everton á morgun en liðið spilar við granna sína Liverpool á heimavelli.
Everton vann góðan sigur í síðasta leik þar sem Gylfi var allt í öllu og skoraði tvö mörk.
Okkar maður er kominn með 11 mörk á tímabilinu en Everton vill hefna fyrir 2-1 tap á Anfield fyrr á tímabilinu í umferð helgarinnar.
,,Það er ekki til betri tilfinning. Þarna, fyrir framan stuðningsmenn Everton. Ég sé þá alla hlaupa að mér og hugsa bara: ‘vá!’ sagði Gylfi.
,,Það er ástæðan fyrir því að þú ert í fótbolta, fyrir þessi mörk, fyrir þessa tilfinningu, fyrir þessa gleði.“