Knattspyrnumaðurinn, Albert Brynjar Ingason átti sér þann draum að taka kynþokkafulla mynd af sér líkt og Sunneva Einarsdóttir, áhrifavaldur og vinkona hennar tóku.
Albert hafði gengið með þessa hugmynd í maganum áður en hann sendi á fyrrum samherja sinn, Ásgeir Börk Ásgeirsson, hvort hann væri klár í slaginn.
,,Eftir að hafa séð þessa mynd á Instagram hjá Sunnevu Einars fór ég að hugsa… Ætli ég geti fengið vin minn yfir í svona heimsókn,“ skrifar Albert.
,,Ég ákvað bara að athuga og sendi skilaboð á vin minn Ásgeir Börk,“ sagði Albert og svar Ásgeirs var áhugavert.
,,Ertu loksins búinn að missa allt vit,“ svaraði Ásgeir og var útlit fyrir að draumurinn væri úti.
Meira:
Albert vildi fækka fötum með vini sínum í anda Sunnevu Einars: Þetta var svarið sem hann fékk
Albert birti hins vegar mynd á Twitter í dag þar sem má sjá að honum hefur tekist að sannfæra Ásgeir um að taka þátt.
,,Náði honum,“ skrifaði Albert og birti mynd af þeim saman sem minnir á mynd Sunnevu og vinkonu hennar.
Náði honum! pic.twitter.com/pSlzClm8kc
— Albert Ingason. (@Snjalli) 2 March 2019