fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
433Sport

Líftíminn í starfi styttri en líftími húsflugu: ,,Komið út í tóma þvælu og er auk þess kostnaðarsamt“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 1. mars 2019 13:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Jónsson, blaðamaður á Morgunblaðinu er hugsi yfir þeirri þróunn sem verið hefur í enskum fótbolta á síðustu árum.

Knattspyrnustjórar eru reknir úr starfi við fyrstu mistök en sú tíð er á enda þar sem stjórar fá tíma og þolinmæði frá stjórnendum og eigendum.

„Líftími knattspyrnustjóra í starfi í ensku úrvalsdeildinni er orðinn styttri en líftími húsflugu,“ sagði Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri, í bókinni Leading sem kom út árið 2015 en þar skrifaði Michael Moritz niður eftir Skotanum. Í bókinni nefndi Ferguson nokkur dæmi um uppsagnir sem honum þóttu pínlegar á árunum á undan. En um leið sagði hann þessa þróun setja í samhengi hversu óvenjulegt það væri að menn fengju að starfa lengi eins og hann sjálfur hjá Manchester United og Arsene Wenger hjá Arsenal,“ skrifar Kristján í Morgunblaðið í dag.

Fulham rak Claudio Ranieri úr starfi í gær en hann er annar stjórinn sem Fulham rekur á þessu tímabili.

,,Í gær var reyndur stjóri rekinn frá Fulham, Claudio Ranieri. Hann var ráðinn um miðjan nóvember. Hvað eiga menn að geta gert á þessum tíma? Tala nú ekki um þegar menn ná ekki undirbúningstímabilinu með liðinu. Stjórar verða ekki dæmdir á svo stuttum tíma. Brian Clough er álitinn einn besti stjóri sem fram hefur komið á Bretlandseyjum. Hann er ekki dæmdur af því að hafa aðeins fengið að stýra Leeds í sex deildaleikjum.“

Kristján segir að þetta sé komið út í tóma steypu og að svona myndu fyrirtæki aldrei reka sig.

,,Auðvitað eru þessi mál komin út í tóma þvælu og eru auk þess kostnaðarsöm fyrir félögin. Ekki er sama aðhald á yfirmönnum knattspyrnumála eða stjórnarformönnum í þessum efnum eins og knattspyrnustjórunum. Menn hafa ekki unnið sína vinnu vel ef þeir gera margra ára samning við knattspyrnustjóra en átta sig eftir hálft ár eða ár á að þeim líkar ekki starfsaðferðirnar. Í bókinni Soccernomics sem kom út árið 2014 er farið vel yfir hversu undarleg vinnubrögðin eru þegar knattspyrnustjórar eru ráðnir. Um er að ræða mikilvægasta starf innan knattspyrnufélagsins en oft eru ráðningarnar afgreiddar á hálfgerðum mettíma. Mögulega eitt viðtal, tilboð og gagntilboð á milli félagsins og umboðsmannsins. Fyrirtæki sem velta jafn miklu og stærstu knattspyrnufélögin myndi eyða mörgum mánuðum í að ráða í mikilvægasta starf fyrirtækisins. Viðkomandi þyrfti sjálfsagt að skila heilu ritgerðunum um framtíðarsýn sína og hugmyndafræði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum
Missir af EM
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool trúa ekki að leikmaður liðsins hafi sett like við þessa færslu

Stuðningsmenn Liverpool trúa ekki að leikmaður liðsins hafi sett like við þessa færslu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Yngsti sonur Willums með mark Íslands í jafntefli

Yngsti sonur Willums með mark Íslands í jafntefli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ætlar að hafna Real Madrid og City – Hefur tekið ákvörðun hvert hann fer

Ætlar að hafna Real Madrid og City – Hefur tekið ákvörðun hvert hann fer
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tilbúnir að lækka verðið á framherjanum öfluga

Tilbúnir að lækka verðið á framherjanum öfluga