Simone Mastrelli, stuðningsmaður Roma á Ítalíu, hefur verið dæmdur í fangelsi í heimalandinu.
Þetta var staðfest í dag en Mastrelli réðst á hinn 53 ára gamla Sean Cox í apríl á síðasta ári.
Mastrelli er fótboltabulla og ferðaðist með öðrum stuðningsmönnum Roma til Englands.
Þar spilaði liðið við Liverpool í Meistaradeild Evrópu og varð allt vitlaust bæði fyrir og eftir leik.
Cox var mjög illa farinn eftir árás Mastrelli og var lengi óttast um líf hans.
Cox var á gjörgæslu á sjúkrahúsi í meira en mánuð eftir árásina og er enn á spítala í heimalandi sínu, Írlandi.
Mastrelli hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi en leitin að honum stóð yfir í dágóðan tíma.
Talið er að Mastrelli hafi aðeins ráðist á Cox því hann var með Liverpool trefil um hálsinn. Cox er ekki talinn hafa ögrað Mastrelli á neinn hátt.
Cox er þriggja barna faðir og hefur lengi verið stuðningsmaður Liverpool. Leikmenn liðsins hafa sýnt honum stuðning á þessum erfiðu tímum.
Cox hlaut alvarleg höfuðmeiðsli en Mastrelli bæði sparkaði og lamdi ítrekað í höfuð hans.