fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
433Sport

Þetta er maðurinn sem réðst á þriggja barna föður í Liverpool: Á sjúkrahúsi í meira en ár

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 28. febrúar 2019 21:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Simone Mastrelli, stuðningsmaður Roma á Ítalíu, hefur verið dæmdur í fangelsi í heimalandinu.

Þetta var staðfest í dag en Mastrelli réðst á hinn 53 ára gamla Sean Cox í apríl á síðasta ári.

Mastrelli er fótboltabulla og ferðaðist með öðrum stuðningsmönnum Roma til Englands.

Þar spilaði liðið við Liverpool í Meistaradeild Evrópu og varð allt vitlaust bæði fyrir og eftir leik.

Cox var mjög illa farinn eftir árás Mastrelli og var lengi óttast um líf hans.

Cox var á gjörgæslu á sjúkrahúsi í meira en mánuð eftir árásina og er enn á spítala í heimalandi sínu, Írlandi.

Mastrelli hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi en leitin að honum stóð yfir í dágóðan tíma.

Talið er að Mastrelli hafi aðeins ráðist á Cox því hann var með Liverpool trefil um hálsinn. Cox er ekki talinn hafa ögrað Mastrelli á neinn hátt.

Cox er þriggja barna faðir og hefur lengi verið stuðningsmaður Liverpool. Leikmenn liðsins hafa sýnt honum stuðning á þessum erfiðu tímum.

Cox hlaut alvarleg höfuðmeiðsli en Mastrelli bæði sparkaði og lamdi ítrekað í höfuð hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nýliðarnir sækja reynslumikinn markvörð

Nýliðarnir sækja reynslumikinn markvörð
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Átti afar jákvætt samtal við United í gær

Átti afar jákvætt samtal við United í gær
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Enn einn leikmaðurinn samdi við nýliðana

Enn einn leikmaðurinn samdi við nýliðana
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Svakaleg hópslagsmál brutust út og menn létu höggin dynja á hver öðrum – Myndband

Svakaleg hópslagsmál brutust út og menn létu höggin dynja á hver öðrum – Myndband
433Sport
Í gær

Magnús ósáttur og skorar á dómara

Magnús ósáttur og skorar á dómara
433Sport
Í gær

Carragher gagnrýnir hegðun Liverpool á markaðnum

Carragher gagnrýnir hegðun Liverpool á markaðnum